Síðasta síldartunnan - frá Dale til Sigló

Historien på norsk her:

Saga síðustu tunnunnar byrjar í árslok 1986. Flutningaskipið Suðurland lestar síldartunnur í Dale Í Dalsfirði á vesturströnd Noregs. Það eru margar tunnur sem eiga að fara um borð og til Íslands.Flutningaskipið Suðurland Tunnum er staflað hátt og lágt. Það er mikilvægt að tryggja að farmurinn sé vel festur, veður eru váglynd um miðjan vetur og öldur miklar. Um hjá Dale Tunnuverksmiðju og heldur vestur á bóginn út Dalsfjörðinn. Á leiðinni út fjörðinn er Hrífudalur á stjórnborða. Þar upp í hlíðinni stendur Ingólfur Arnarsson á stalli sínum og horfir til vesturs, í átt til Íslands, eins og hann gerði forðum í lifanda lífi laust eftir árið 870. Áhöfnin um borð sendir landnámsmanninum síðustu kveðju, það er svolítill sjógangur eins og oft er á þessum árstíma. Ein tunna, sem óvart var ekki nægjanlega skorðuð féll frá borði og flaut frá skipinu. 

Það er sú tunna sem leikur aðalhlutverkið í þessari sögu um síðustu tunnuna. 

Ingólfur Arnarson - styttan í Hrífudal Í Hrífudal býr Petter Jonny Rivedal ásamt fjölskyldu sinni. Petter Jonny er af lífi og sál áhugasamur um sögu og hann hefur lengi verið mjög upptekinn af sögu Hrífudals og nágrennis og ekki síst sögunni um Ingólf og Hjörleif, som ólust upp í dalnum og lögðu síðan upp í leiðangur til Íslands. Það var Ingólfur sem varð fyrstu manna til að hefja fasta búsetu á Íslandi ásamt fólki sínu. Árið er 874. Til heiðurs og minningar um þessa sameiginlegu sögu Noregs og Íslands var reist stytta af Ingólfi og hún afhjúpuð í Hrífudal árið 1961, sem gjöf til Noregs frá íslensku þjóðinni. Í fjölda ára hefur Petter Jonny, að eigin frumkvæði, séð um að draga fána að húni, norska og íslenska, við styttuna á þjóðhátíðardögum landanna, 17. maí og 17. júní. Petter Jonny hefur líka tekið á móti fjölda íslenskra gesta sem heimsótt hafa Hrífudal, ættarslóðir Ingólfs, sagt söguna um Ingólf og Hrífudal, þar sem landnámsmaðurinn ólst upp.

Það að tunnan fannst í fjörunni við Hrífudal í desember 1986 getur vel verið tilviljun, en að það var Petter Jonny sem fann tunnuna og bjargaði henni úr brimrótinu er alls engin tilviljun - það hlaut að vera Petter Jonny. Síðan þá hefur tunnan verið hluti heimilismuna hjá Rivedal fjölskyldunni. Geymd á góðum stað í kjallaranum en tekin fram þegar það vantaði auka borð til veitinga eða til að sýna íslenskum gestum. 

Um það var rætt að tunnan ætti eiginlega heima á Íslandi, og að það þyrfti að koma henni þangað. Fjölskyldan stakk upp á því við íslenska ráðamenn sem sóttu þau heim. Það voru bæði sendiherrar, alþingismenn og ráðherrar. Sá sem gekk lengst í að vilja fá tunnuna heim var Björn Bjarnason, fyrrum þingmaður og ráðherra. Hann skrifaði í dagbók sína 25.06.2008:

“Dale er við Dalsfjörðinn en þeir fóstbræður Ingólfur og Hjörleifur lögðu upp úr firðinum í ferð sína til Íslands. Tengsl Íslands við Dale voru mikil á síldarárunum, því að þaðan komu síldartunnurnar í söltunarstöðvarnar og sagðist Arve Helle muna eftir því, þegar allir, sem vettlingi gátu valdið, voru kallaðir út til að ferma síldartunnuskipin til Íslands. Hefði hann verið í þeim hópi undir lok síldaráranna. Petter Jonny Rivedal í Rivedal, sem er út með firðinum að norðanverðu, sagðist eiga eina af þessum tunnum ósnerta í kjallara sínum, hún hefði dottið af skipi og flotið í land. Þetta væri síðasta síldartunnan til Íslands frá Dale! Ég sagði hana eiga heima á Síldarminjasafninu á Siglufirði og tók hann vel í það.”

Tunnan er ennþá heima í Hrífudal.

Hermann sendiherra og Petter Jonny handleika tunnuna í heimsókn Hermanns 2018Sendiráð Íslands í Noregi greinin svo frá:
“Hermann Ingólfsson sendiherra heimsótti nýlega heimaslóðir landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar í Hrífudal í Dalsfirði. Í Hrífudal stendur afsteypa af styttu Ingólfs sem stendur á Arnarhóli í Reykjavík. Styttan í Hrífudal var afhjúpuð 18. september 1961 og var meðal annarra þáverandi forsætisráðherra Bjarni Benediktsson viðstaddur.    

Í Hrífudal búa hjónin Nina og Petter Jonny Rivedal. Petter Jonny leggur til ómetanlegt vinnuframlag við að sjá um styttuna og umhverfi hennar á sama tíma sem hann heldur minningunni um Ingólf á lofti.  

Hermann kom Petter Jonny á óvart í heimsókninni með því að afhenda honum skjal þar sem kemur fram að sendiráðið ásamt góðum samstarfsaðilum bjóði hjónunum í heimsókn til íslands sumarið 2020. 

Ástæða heimboðsins á sér einnig fleiri rætur til Hrífudals og bæjarins Dale handan fjarðarins. Siglufjörður leikur líka hlutverk hér, en það ævintýri viljum við ekki opinbera ennþá. 

Við óskum Petter Jonny og Nina til hamingju og þökkum þeim fyrr alla vináttu og velvilja við íslendinga, og fyrir að varðveita hin sögulegu bönd  sem tengja Ísland og Noreg.”

 

Að frumkvæði sendiherrans var verkefni sett á laggirnar - síðasta tunnan heim - verkefni fullt af metnaði með þátttöku margra aðila. Markmiðið var að beina athyglinni að hinum mikilvægu tengslum Íslands og Noregs og þá sérstaklega Sunnfjord gegnum tíðina. Sagan um síðustu síldartunnuna skyldi vera burðarásinn í verkefninu. Sendiráðið bar formlega ábyrgð á verkefninu en fékk með sér marga góða meðspilara sem lögðu til framlög. Mikilvægur þátttakandi og medspiller var norska sendiráðið í Reykjavík. 

Þeir sem lögðu hönd á plóginn:
Sendiráð Íslands í Noregi, sendiráð Noregs á Íslandi, Sigló Hótel Siglufirði, Eimskip, Arctic Truck, Síldarminjasafnið á Siglufirði, SSNE, Markaðsskrifstofa Norðurlands, Albert Einarsson
 

Árið 2020 herjaði Covid19 fárið og allar áætlanir voru settar í salt. Haustið 2021 var verkefnið tekið fram að nýju. Þá var Hermann sendiherra horfinn til annarra verkefna í utanríkisþjónustunni og nýr sendiherra, Ingibjörg Davíðsdóttir, tekin við í Osló. Dagsetning fyrir heimsókn Rivedals fjölskyldunnar og afehendingu tunnunnar var ákveðin í lok maí 2022. 

 Tunnan komin að sendiráði Noregs - Petter Jonny og sendiherra Aud-Lise

Tunnan kom til Reykjavíkur með flutningaskipi frá Eimskip og var sett á sérútbúinn Toyota HiLux pickup fra ArcticTunnan á leið til Bessastaða á Toyota HiLux pickup frá Arctic Truck Truck. Fulltrúi íslenska sendiráðsins í Noregi, Eva Mjöll Júlíusdóttir tók á móti leiðsögumanninum, Albert Einarssyni og Rivedal fjölskyldunni í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, em öll komu til Íslands í boði Icelandair, Albert frá Osló en Rivedal fjölskyldan frá Bergen. 

Rivedal fjölskyldan, Petter Jonny, Nina og dóttir þeirra Thea, fengu góðar móttökur í norska sendiráðinu í Reykjavík hjá Aud Lise Nordheim, eiginmanni hennar, og Silje Beite Løken ráðgjafa í sendiráðinu. 

Tunnan var flutt til sendiráðsins og veitt viðtöku af sendiherranum Aud Lise. 

Umhverfis tunnuna - sendiherrar, utanríkisráðherra Íslands Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Petter Jonny og Björn Bjarnason fyrrum alþingismaður og ráðherra Það er laugardagur 28. maí og heimsókn Rivedal fjölskyldunnar er hafin. Framundan eru nokkrir þétt skipaðir dagar. Sunnudagur med skoðunarferð um Reykjavík, viðtöl við RÚV sjónvarp og aðra fjölmiðla og ekki síst að heimsækja styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhól. 

Að kvöldi sunnudags var boðið í samkvæmi í norska sendiráðinu. 

Tunnunni var stillt upp svo gestir fengu litið síðustu síldartunnuna augum.  Það var margt um manninn, þeirra á meðal utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sendiherra Íslands í Noregi Ingibjörg Davíðsdóttir, rithöfundurinn Hallgrímur Helgason, fyrrum alþingismaður og ráðherra Björn Bjarnason og margir aðrir góðir vinir Noregs. Það voru bæði ræður og samræður um tengsl Íslands og Noregs fyrrum og nú á dögum. 

Að tóm síldartunna skyldi fá að leika svo stórt og mikið hlutverk í að styrkja bæði menningarleg tengsl og skilning á sameiginlegri þróun atvinnulífs landanna fékk marga til að tjá sig um að tunnuna yrði að fylla með menningarlegum og sögulegum arfi. 

Leiðsögumaður Rivedal fjölskyldunnar fékk upplýsingar um að koma snemma næsta dags til að setja tunnuna á pickupinn góða því áður en lagt yrði af stað norður í land þyrfti að koma við á Bessastöðum, aðsetri forseta Íslands, því forsetinn vildi líka sjá þessa tunnu sem var að verða allfræg. 

Á Bessastöðum var Rivedal fjölskyldan boðin inn, ásamt sendiherrum Íslands í Noregi og Noregs á Íslandi. Þar afhenti forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, Petter Jonny Rivedal Hina íslensku fálkaorðu, sem þökk fyrir hans störf við að varðveita íslenskan menningararf. (Krækja á síðu forseta Íslands

Fálkaorðan er eina íslenska orðan. Fálkaorðan var stofnuð 3. júlí 1921 af Christian 10 konungi Danmerkur og Íslands. 

Petter Jonny og Ingibjörg sendiherra

Fra afhendingu Fálkaorðunnar á Bessastöðum - Ingibjörg sendiherra, Nina og Petter Jonny Rivedal, forseti íslands Guðni Th Jóhannesson, Thea Rivedal og sendiherra Aud-Lise  Að lokinni athöfninni á Bessastöðum hófst ferðin norður, til Siglufjarðar.

Á leið um Borgarfjörð var Reykholt sótt heim, skylduheimsókn fyrir Norðmenn. Það var í Reykholti að Snorri Sturluson bjó. Rivedal fjölskyldan féll leiðsögn um Snorrastofu, menningarmiðstöð og starfsstöð vísindamanna, og nýju kirkjuna í Reykholti. Norsk sveitarfélög lögðu til fjármagn til að byggja Snorrastofu og þar eru einnig fánar allra þeirra sveitarfélaga sem létu fé af hendi rakna. 

Að lokum skoðaði Rivedal fjölskyldan Snorralaug, litlu laugina sem Snorri notaði og sem enn er þarna með heitu vatni. 

Heimsóknin í Reykholt var undir góðri leiðsögn Sigrúnar Þormar, deildarstjóra hjá Snorrastofu

Skagafjörður á Norður-Íslandi er þekkt vegna ræktunar hesta. Háskólinn á Hólum í Hjaltadal, hinu forna biskupssetri, er miðstöð hestaræktunar á Íslandi. Að ósk Rivedal fjölskyldunnar, sem sjálf á íslandshesta í Hrífudal, var ákveðið að stoppa á bænum Þúfum þarf sem hjónin Mette Mannseth og Gísli Gíslason reka mikla hestarækt. Mette er einnig kennari við hestabrautina á Hólum. 

Áhuginn á hestum reyndist vera mikill hjá bæði gestum og ábúendum. Það urðu mörg samtöl, spurningar og greið svör. Og tíminn leið og leiðsögumaður þurfti hvað eftir annað að minna á að klukkan gengi og að dagur væri fljótlega að kveldi kominn. Eftir allmörg jæja, JÆÆJA! var lagt af stað síðasta spölinn norður til Siglufjarðar. 

Þegar komið var norður í Fljót og út með ströndinni sást grilla í Grímsey, þar sem norðurheimskautsbaugurinn liggur þvert gegnum svefnherbergið á einum bæjanna. Hjónin skiptast á um að sofa sunnanvið og norðanvið bauginn.  

Í lok maí er bjart alla nóttina. Ferðalangar aka sem leið liggur út ströndina með frábæru útsýni yfir norðurhafið. Vegurinn liggur svo í gegn um göngin yst í firðinum og tekið er á móti okkur með sól og hita í Siglufirði. Það var mikill heiður fyrir leiðsögumanninn, sem fæddist og ólst upp á Siglufirði, að geta kynnt fjörðinn sinn á þennan hátt fyrir hinum góðu norsku gestum. 

Aksturinn inn eftir ströndinni var tekinn upp af RÚV sjónvarpi, sem einnig gerði upptökur af afhendingu tunnunnar og viðtöl við Petter Jonny. 

Ferðalangarnir gistu á Siglo Hotel í boði hótelsins. Tunnan fékk viðhafnarstað í anddyri hótelsins. 

Tunnan í anddyri Siglo Hotel - sómir sér vel undir mynd frá Siglufirði síldaráranna.

Næsti dagur. Veðrið heldur áfram að leika við okkur. Fyrri hluta dags eru heimsóknir á ýmsa staði. Sendiherrarnir sem einnig eru komnir til Siglufjarðar heimsóttu atvinnufyrirtæki á meðan Rivedal fjölskyldan fór í skoðunarferð um hinn sögufræga síldarbæ. Allir voru síðan boðnir til að heimsækja vinnustofu Aðalheiðar Eysteinsdóttur, sem skapar listaverk úr trékubbum og ýmsu dóti sem fellur til. Heimsóknin, listaverkin og listakonan, vöktu verðskuldaða athygli. 

Forstöðukona Síldarminjasafnsins, Aníta Elefsen, tekur á móti tunnunni og þakkar Petter Jonny fyrir. Ingibjörg sendiherra staðfestir atburðinn! Það var hátíðleg stund þegar Petter Jonny afhenti stjórnanda Síldarminjasafnsins, Anítu Elefsen, tunnuna til varðveislu. Aníta veitti tunnunni mótöku og þakkaði Petter Jonny fyrir hans mikilvæga skerf til safnsins. Í þakkarræðu sinni nefndi Aníta það hversu mikilvæg síðasta tunnan væri til marks um hin nánu tengsl Noregs og Íslands þegar um væri að ræða síld og síðdveiðar. 

Við afhendinguna tóku sendiherrarnir einnig til máls og undirstrikuðu mikilvægi samstarfs landanna við varðveislu sameiginlegra minja. Síldarminjasafnið væri gott dæmi um þess háttar samstarfs þar sem grundvöllur síldariðnaðarins á Siglufirði hafi verið aðkoma Norðmanna. Það að silfur hafsins hefði orðið Íslands gull var mikið Norðmönnum að þakka. Petter Jonny sagði söguna um það hvernig hann bjargaði tunnunni úr sjó í desember 1986 og frá Petter Jonny ber síðustu tununa síðustu metrana inn að Roaldsbrakka á Siglufirði samskiptum sínum við hina mörgu íslendinga sem heimsóttu Hrífudal og fengu að sjá tunnuna sem hann varðveitti.
Aníta Elefsen, sem er borin og barnfædd Siglfirðingur, tók við tunnunni og sagðist vilja sjá svo um að hún fengi góðan sess í safninu.
Að afhendingunni lokinni fór fram síldarsöltun á planinu við Roaldsbrakka, sem lauk með söng og dansi góðri þátttöku hinna mörgu gesta. 

Það var ánægjulegt að sjá fjöldann sem var viðstaddur þegar síðustu tunnunni frá Dale Tunnuverksmiðju í Dalsfjord var veitt viðtöku í Síldarminjasafninu. 

 

Um kvöldið bauð Síldarminjasafnið til móttöku í Bátahúsinu, einu af þessum frábæru húsum sem hafa verið byggð yfir gamla síldarbáta og áhöld og tæki úr síldarverksmiðjum. Þar voru haldnar ræður og margs að minnast. Tvær stúlkur, StormDuo, þær Ásta Soffía Þorgeirsdóttir frå Húsavík og Kristina Farstad Bjørdal frá Sunnmøre, léku norska og íslenska tónlist fyrir gesti, sem gæddu sér á góðum veitingum. 

Stoppið á Siglufirði var stutt að þessu sinni, en Rivedal fjölskyldan mun alla tíð vera velkomin að heimsækja Siglufjörð síðar. 

Á leið til baka til Reykjavíkur heimsóttu ferðalangar, ásamt sendiherrum og fulltrúum Markaðsskrifstofu Norðurlands, fiskvinnsluna Ektafiskur á Hauganesi í Eyjafirði. Þar sáum við hvernig vinnsla á fiski fyrir gæða veitingahús í Evrópu fer fram, þar sem gæði eru tekin fram fyrir magn.
Rivedal fjölskyldan kom líka við í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri, þar sem starfrækt er listamiðstöð.  

Ferðin norður til Siglufjarðar og dvölin þar var vel heppnuð. Rivedal fjölskyldan hvarf á brott frá Íslandi með góðar minningar og ný vinakynni og einlæga ósk um að koma aftur síðar.  

Um Dale Tunnuverksmiðju og tunnusmíði i Sunnfjord 

Um skipið sem átti að flytja tunnuna - M/S Suðurland 

Fleiri myndir: (Haldið pílunni yfir myndinni til að lesa myndatextann)

Ingibjörg sendiherra við afhendingu tunnunnar Aud-Lise sendiherra ávarp við afhendingu tunnunnar Nina og Petter Jonny og Albert leiðsögumaður fjölskyldunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Petter Jonny við tunnuna góðu Nina og Petter Jonny - tunnan er komin á fyrsta áfangastað á leið til Siglufjarðar Rivedal fjölskyldan ásamt Anítu safnstýru við afhendingu tunnunnar

Á Bessastöðum - forseti íslands skoðar tunnuna á palli pickupsins góða frá Arctic Truck

Tunnan á leið inn á Sigló Hótel í viðhafnarvagni Tunnan á leið inn á Síldarminjasafnið Hallgrímur Helgason rithöfundur segir frá Segulfirði (alias Siglufirði) sem hann fjallar um í bókum sínum um 60 kíló af ýmsu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nina og Petter Jonny við Sonnarlaug í Reykholti Eva Mjöll Júlíusdóttir, PetterJonny og Ingibjörg Davíðsdóttir við styttu Ingólfs æa Arnarhól í ReykjavíkPetter Jonny við anddyri Landnámssýningarinnar í Reykjavík - þar mun Ingólfur Arnarsson hafa byggt sér bæ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

StormDuo leikur fyrir gesti í Bátahúsinu Albert Einarsson segir frá síldarárunum, borinn og barnfæddur Siglfirðingur Albert, Aníta, Aud Lise, Ingibjörg og Petter Jonny sem segir sögu síðustu tunnunar frá Dale

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dansað á plani Dansað á plani við Síldarminjasafnið á Siglufirði Heimsókn hjá Ektafiski á Hauganesi í Eyjafirði

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir standa í stafni og horfa til Íslands - veitingahús á HauganesiForstjórinn - síldarspekúlantinn - á skrifstofunni. Síldarminjasafnið.Það flugu gamansöm orð - Petter Jonny og Guðni forseti
Tags Siglufjörður tunnan heim
Categories historie
Visninger: 298