Albert Einarsson Albert Einarsson
10/30/2022

Flutningaskipið Suðurland fórst á jólanótt

Suðurland var íslenskt flutningaskip í eigu Nesskipa. 

Um mánaðamótin nóvember og desember 1986 var Suðurland fulllestað nýjum síldartunnum frá Dale Tunnuverksmiðju í Dalsfirði í Noregi. Tunnurnar áttu að fara til Íslands þar sem síldveiðar og síldarsöltun var í fullum gangi. 1086 var metár í söltun suðurlandssíldar. Alls var saltað í meira en 278 þúsund tunnur. Einhver hluti tunnanna kom frá Dale Tunnuverksmiðjunni í Dale. 

Við höfum ekki upplýsingar um hve margar tunnur voru teknar um borð i Dale, en flutningaskipin gátu mörg hver tekið um 30 þúsund tunnur. 

Á leið út Dalsfjörðinn féll ein tunna útbyrðis og rak upp í fjöru á norðurstrænd fjarðarins, í Hrífudal. Allar hinar tunnurnar komust heilu og höldnu yfir hafið og voru fylltar með síld. 

Tómum tunnum var skipað á land og síðan var Suðurlandið lestað fullum síldartunnum sem fara áttu til Murmansk í Sovétríkjunum. Rússarnir voru ákafir sildarkaupmenn og höfðu keypt síld frá Íslandi um áraraðir. 

Suðurlandið lagði af stað yfir Atlantshafið skömmu fyrir jól 1986. Þegar skipið var statt um 200 sjómílur austur af Langanesi sendi skipið út neyðarkall. Skipið hafði þá verulega slagsíðu. Hálftíma síðar kom melding frá skipstjóranum um að skipið væri að sökkva og að áhöfnin færi í björgunarbátana. 

Syntu í sparifötunum 

Þegar skipið var að sökkva var tveimur gúmmíbátum varpað í sjóinn. Anner bátanna hvarf þegar út í næturmyrkrið, en hinn skemmdist verulega, fékk mörg göt en hélst á floti hálffullur af sjó. 

Átta áhafnarmeðlimir af ellefu komust yfir í björgunarbátinn. Það liðu ellefu klukkutímar þar til hjálp barst. Þrír av þeim sem komust í björgunarbátinn voru látnir þegar bresk Nomrod flugvél náði að varpa nýjum björgunarbát til skipbrotsmanna. 

Þeim fimm sem lifðu var síðan bjargað með börgunarþyrlu frá björgunarskipinu Vædderen, um klukkan eitt á jóladag. 

Á aðfangadagskvöldinu hafði áhöfnin farið í sparifötin. 

Það var talsverður sjór, en ekki verri en að þeir ætluðu að borða jólamatinn saman. Skyndilega fékk skipið á sig mikið högg sem leiddi til þess að skipið fékk slagsíðu. Þetta gerðist mjög fljótt og það gafst ekki tími til að klæðast öðrum fötum. Áhöfnin var þess vegna illa búin til að synda í köldum sjónum yfir í björgunarbátinn. Sjórinn var ískaldur. Skipstjórinn sást síðast þegar brotsjór reið yfir skipið.   

"Björgunarbáturinn var í slæmi ásigkomulagi. Við þurftum að standa í björgunarbátnum, sem er ekki auðvelt við svona kringumstæður., stórar öldur og vindrokur. 

"Báturinn var í slæmu standi. Við urðum því að standa uppréttir í bátnum, sem er ekki það auðveldasta við þessar kringumstæður, stórsjór og ágjöf. En þeir sem settust stóðu ekki upp aftur," var haft eftir Jóni Snæbjörnssyni, fyrsta stýrimanni, í forsíðufrétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 28. desember 1986. "Þetta var vissulega hrikaleg staða en við trúðum því alltaf að björgun myndi berast., Við vorum alltaf að tala saman," segir Jón og rifjar upp að reglulega hafi farið fram nafnakall í hópnum og sagði hann samstöðuna hafa haft mikið að segja. "Það var mikill léttir þegar þyrlan kom. Ég var hífður síðastur um borð en þá var ég alveg búinn að vera," sagði Jón, en danska varðskipið Vædderen hafði verið í Færeyjum þegar neyðarkallið barst. (Mbl 27. ágúst 2005)

Eftir skysið voru orsakir slyssins mikið til umræðu. 

Bókin "Útkall í Atlantshafi á jólanótt" eftir Óttar Sveinsson - 1999, fjallar um skipskaðann og dregur upp fleir hugsanlegar orsakir til þessa að Suðurland fórst. 

Það voru bæði breskir og rússneskir kafbátar á svæðinu og ein útskýring er að Suðurland hafi orðið fyrir höggi frá kafbát sem hafði falið sig undir skipinu. Það var gífurlegy högg sem skipið varð fyrir. Árið 2014 kom svo heimildarkvikmyndin "Höggið" um slysið og hugsanlegar orsakir. "Höggið" fékk Edduverðlaunin 2015 fyrir heimildarkvikmyndir. 

Hin opinbera skýring á orsökum slyssins, sem var niðurstaða Sjóslysanefndar, var að síldartunnur í lest hafi veriðp illa skorðaðar og þessvegna færst til og brotnað þegar skipið féll á sig brotsjó. Þetta hafi svo leitt til þess að skipið fékk slagsíðu og sokkið. 

Víkjandi skýring á orsökum slyssins er að kafbátur hafi komið upp undir Suðurlandinu og valdið slysinu. Það er fullyrt að bæði breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og til þess að fela sig hver fyrir öðrum noti kafbátar það að staðsetja sig undir skipum á yfirborðinu til að fela sig. Það er fullyrt að það hafi verið breskur kafbátur undir Suðurlandinu þetta aðfangadagskvöld. Eitthvað hafi farið öðruvísi en ætlað var og kafbáturinn hafi komið upp undir skipinu og valdið slysinu. 

Þessi víkjandi skýring var aldrei rannsökuð nánar, og bresk yfirvöld neita því að vera viðriðin málið. 

Krækjur á miðla sem fjalla um slysið

Mannlíf:

Morgunblaðið: 

Vísir: 

Kvikmyndavefurinn: Om filmen "Höggið" (Slaget)

Wikipedia: 

 
Tags Siglufjörður Suðurland fórst tunnan heim
Categories historie
Visninger: 424