Þórunn Guðmundsdóttir á 100 ára afmæli þann 7. maí 2020.
Til heiðurs Dúddu á þessum tímamótum ætlum við að rifja upp ýmis atvika frá þeim tíma sem við bjuggum í verkamannabústaðnum að Hvanneyrarbraut 62. Við vorum börn og atvikin eru séð frá sjónarhóli barna, sem ekki var alltaf hár. Við áttum ákaflega góðan tíma sem börn í verkamannabústaðnum.
Hér er alls engin söguleg úttekt, heldur nokkur atvik sem skjótast upp í hugann. Þess ber að gæta að við vorum krakkar og atvikin verða að skoðast í því ljósi. Það er líka vert að nefna að bæði við og aðrir krakkar voru að alla daga allan daginn. Það var hvorki sjónvarp né tölva, en bæði bækur og útvarp.
Þórunn Guðmundsdóttir, fædd í Hjarðardal í Önundarfirði 7. maí 1920. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gilsson og Sigríður Hagalínsdóttir. Þórunn, eða Dúdda, eins og hún var ætíð kölluð, var ein af 10 systkinum. Mamma ólst upp í Önundarfirði og sótti svo Húsmæðraskólann á Laugalandi. Hún réði sig svo í vinnu á Gildaskálann á Siglufirði eitt sumar og hitti þá ungan pilt að vestan, sem hafði komið til Siglufjarðar til að fara í þriggja mánaða nám í bóklegum iðngreinum við Iðnskóla Siglufjarðar. Þau bjuggu síðan allan sinn búskap á Siglufirði - frá því um 1943. Pabbi lést 1998. Síðustu árin bjó mamma á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavik. Hún lést 2011......