Tunnusmíðar í Sunnfjord

I Sunnfjord - héraði á vesturströnd Noregs - eru margir litlir þéttbýlisstaðir sem gert hafa garðinn frægan sem iðnaðarstaðir. Einn þessara staða er Dale í Dalsfirði. 

Úti við ströndina er löng hefð fyrir fiskveiðum, ekki síst síld. Yst, úti það sem mætir hafi, er Florø, vestasti bær Noregs og sem var miðstöð síldveiða um langt skeið. 

Það er löng hefð fyrir tunnusmíði í Sunnfjord. Bændur smíðuðu tunnur heima á bæjunum þangað til tunnuverksmiðjur tóku við þeirri starfsemi. Handverkið er enn til staðar, en á undanhaldi.  Skip lestað tunnum við Dale Tunnuverksmiðju. Myndirn er tekin 1960. Mynd: Olav Hovland. Eigandi: Fylkesarkivet i Sogn og Fjordane.

Dale Tunnuverksmiðja A/S hóf starfsemi sína árið 1915, staðsett innst í Dalsfirði. Tunnuverksmiðjan fékkst ekki bara við tunnusmíði heldur einnig við síldarsöltun í stórum stíl. 

Dale Tunnuverksmiðja Það voru mörg þúsund tunnur settar um borð í flutningaskip í Dale og mikið af tunnunum fóru til Íslands. Myndin er tekin árið 1960. Mynd: Olav Hovland. Eigandi Fylkesarkivet i Sogn og Fjordane. 

Tunnusmíði hélt áfram í Dale alveg þangað til tunnuverksmiðjan brann árið 1987. Þá hafði eftirspurn eftir trétunnum látið eftir þar sem tunnur úr plasti tóku yfir markaðinn. 

Meira um Dale Tunnuverksmiðju og tunnusmíðar í Sunnfjord hér: 

 

Auglýsing frá Dale Tunnuverksmiðju

Verið að lesta tunnuflutningaskip við Dale Tunnuverksmiðju

Tunnuverksmiðjan í Dale - grein eftir Gaute Løsnegård 

Tunnusmíðar í Eikefjord eftir Audun Hovland 

Tunnuverksmiðjan Hovland og Rakneberg eftir Sigvard Sørebø 

 

Fleiri myndir frá Dale Tunnuverksmiðju - myndir frá Roald Hovland:

 

 

 

 

 

 

 

https://islandsk.no/Portals/0/Hovland%20172kb.jpg










 




Tags Siglufjörður Sunnfjord tunnan heim
Categories historie
Visninger: 202