Pronomen

 

Fornöfn – persónufornöfn og beyging þeirra. Spurnarfornöfn

Orðaforði – að spyrja til vegar, að leita upplýsinga, að ávarpa fólk.

Personlige pronomen - persónufornöfn

 

nominativ - nefnifall (n.f.)

akkusativ - þolfall (þ.f.)

dativ - þágufall (þg.f.)

genitiv - eignarfall (e.f.) 

 

  1. Persóna:

kasus

e.t. 

fl.t.

nefnifall

ég

við

þolfall

mig

okkur

þágufall 

mér

okkur

eignarfall

mín

okkar

 

  1. Persóna:

 

e.t. 

fl.t. 

nefnifall

þú 

þið

þolfall

þig

ykkur

þágufall 

þér 

ykkur 

eignafall

þín

ykkar 

 

  1. Persóna:

 

karlkyn

kvenkyn

hvorugkyn

e.t.

n.f.

hann

hún 

það 

þ.f.

hann

hana 

það 

þg.f.

honum

henni 

því 

e.f.

hans

hennar 

þess 

fl.t.

n.f.

þeir

þær 

þau 

þ.f.

þá

þær 

þau 

þg.f.

þeim 

þeim 

þeim 

e.f.

þeirra

þeirra 

þeirra 

 

Spørrepronomen - spurnarfornöfn  

 

karlkyn

kvenkyn

hvorugkyn

e.t.

n.f.

hver

hver 

hvað/hvert 

þ.f.

hver 

hverja

hvað/hvert

þg.f.

hverjum

hverri

hverju

e.f.

hvers

hverrar

hvers

fl.t.

n.f.

hverjir

hverjar

hver

þ.f.

hverja

hverjar

hver

þg.f.

hverjum

hverjum

hverjum

e.f.

hverra

hverra

hverra

 

Flere spørreord:

af hverju 
hvers vegna 
vegna hvers 

Af hverju viltu ekki ekki borða matinn þinn?
Hvers vegna viltu ekki borða matinn þinn?
Vegna hvers viltu ekki borða matinn þinn?
                          (Hvorfor vil du ikke spise maten din?)

Af hverju / hvers vegna / vegna hvers / getur þú ekki komið á fundinn klukkan fimm?

          hvenær
Hvenær kemur flugvélin frá Íslandi?
Hvenær byrjaði eldgosið í Eyjafjallajökli?

          hvað
Hvað - í tengslum við lýsingarorð eða atviksorð (hvað - i relasjon til adj. eller adv.)
Hvað er fjallið stórt? Hvað er leiðin löng?
Get ég fengið upplýsingar um hvað húsið er stórt?

            hve / hversu
Hve / hversu – í tengslum við lýsingarorð eða atviksorð (hve / hversu i relasjon til adj. eller adv.)
Hve / hversu dýr er þessi íbúð? Hve / hversu mikið veit fólk um eldgos?

Komdu sæll, hvað er að frétta?

  • Sæll, sjálfur, héðan er allt gott að frétta. Hvernig gengur búskapurinn fyrir norðan?

Hér gengur allt vel, það er annað að heyra um ykkur þarna fyrir fyrir sunnan.

  • Já, það gengur ekki vel. Þeir hafa sett allt í gjaldþrot.

Okkur hérna á Norðurlandi gengur vel og hér er ekkert atvinnuleysi.

  • Einmitt, nóg að gera. En hvernig hefur ykkur tekist að láta hjólin snúast?

Við seldum ekki kvótann og höfum ennþá fisk að vinna með í frystihúsinu.

  • Vinur minn var að spyrja mig hvort ég vissi um einhverja vinnu fyrir strákinn hans. Hann verður tuttugu ára í sumar.

Hann getur fengið vinnu hér hjá okkur. Það er kanski verra með húsnæði. Hann getur fengið leigt herbergi í kjallara hjá nágranna okkar, en þar er ekkert klósett.

  • Hvað er leiguverð á svona kjallaraherbergi? 

Það getur ekki verið hátt. Ég gæti hugsað mér að hann fengi það frítt ef hann hjálpaði svolítið til í garðinum eða við að mála þakið.

  • Ég segi honum af þessu. Strákurinn verður síðan að ákveða þetta.

Þetta er örugglega allt í lagi. Bensínstöðin og sjoppan er þarna rétt hjá svo hann getur skroppið þangað til að fara á klósett. Sundlaugin er svo opin alla daga fram á kvöld, svo hann getur farið í bað þar.

  • Þetta hljómar vel.

Hvernig er það, fóruð þið ekki í ferð til Bandaríkjanna í sumar? 

  • Hvort við gerðum! Við fórum í hálfan mánuð vestur til Klettafjalla. 

Hvernig er að ferðast þarna. Leigðu þið bíl og ókuð um? Hvað kostar það?

  • Við vorum búin að skipuleggja ferðina vel. Við vorum fjögur saman, tvenn hjón, svo það kom vel út að leigja bíl. Maður er líka miklu frjálsari ef maður hefur eigin bíl til afnota.

Okkur datt þetta í hug, að fara einhverja svona ferð næsta haust. Við vorum að hugsa um Kanada og heimsækja slóðir vesturíslendinga. Við eigum eitthvað skyldfólk í Manitoba. Það er ekki svo mikill munur á Kanada og Bandaríkjunum, er það?

  • Það er mikill munur á þesum tveimur löndum. Það er líka mikill munur á einstökum ríkjum í Bandaríkjunum. Kalifornía er allt öðru vísi en ríkin á austurströndinni. 

Þið fluguð til San Francisco og keyrðuð svo austur og upp í fjöllin. 

  • Nei, við byrjuðum á því að keyra til Monterey, sem er suður af San Francisco. Okkur langaði til þess að heimsækja slóðir John Steinbecks. Cannery Row er einmitt í Monterey. Steinbeck fæddist í Salinas  og þessar slóðir eru sviðið í mörgum af skáldsögum hans. Eftir heimsókn þangað fórum við upp í fjöllin.




Tags grammatikk
Categories islandsk språk innhold
Visninger: 712