Marensbaka með dökku súkkulaði

Ábætisréttir 

Fyrir 8 manns 

Efni:
200 g heilhveitikex, t.d. digestive eða grahams
1 msk. Cadbury’s kakó
50 g smjör, bráðið

Súkkulaðifylling:
400 g Síríus Konsum 70% súkkulaði
2½ dl rjómi
3 eggjahvítur
180 g sykur

Meðhöndlun
Setjið kexkökur, kakó og smjör í matvinnsluvél og vinnið vel saman þar til úr verður fíngerð mylsna. Þrýstið mylsnunni á botninn á vel smurðu smelluformi eða pæformi (um 20 cm í þvermál), setjið formið í ísskáp og kælið í 15-20 mínútur.

Setjið súkkulaði og rjóma í pott og hitið við hægan hita þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Hellið blöndunni yfir kexbotninn og kælið áfram í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 200°C. Stífþeytið eggjahvíturnar í skál og bætið sykrinum smátt og smátt út í. Þeytið þar til blandan er orðin þykk, glansandi og kremkennd.
Setjið marensinn ofan á bökuna með sleikju og bakið í 15 mínútur, eða þar til marensinn hefur stífnað. Kælið bökuna áður en hún er borin fram með ferskum berjum.

(Innsend uppskrift frá heimasíðu um mat -) 

 
Tags mat og oppskrifter
Categories islandsk språk innhold
Visninger: 397