Japanskur kjúklingaréttur

Kjötréttir 

Algjört sælgæti 

Efni:
4 kjúklingabringur

Sósa:
1/2 bolli olía
1/4 bolli balsamic edik
2 msk sykur
2 msk sojasósa
- þetta er soðið saman í ca. 1 mínútu, kælt og hrært í annað slagið meðan kólnar ( ef ekki er hrært þá skilur sósan sig).

Meðhöndlun
Þurrristað á pönnu
1 poki núðlur - ekki kryddið - núðlurnar eru brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst.
Mönduluflögur - 3-4 msk eða eftir smekk ( ég notaði ekki )
sesamfræ - 1-2 msk eða eftir smekk.
- þetta er svo kælt

Grænmeti
1 poki salatblanda
tómatar - litlir (sherry tómatar)
1 mangó
1 lítill rauðlaukur
-þessu er öllu blandað saman

Kjúklingabringurnar eru skornar í ræmur og snökksteiktar í olíu. Thai sweet chili sósu er hellt yfir og látið malla í smá stund.

Allt er svo sett í skál í þessari röð:
Grænmeti
núðlur, möndlur, sesamfræ
sósa
kjúklinaræmur

Borðað með hvítlauksbrauði. Gott er að geyma e-ð af sósunni og bera fram með réttinum, sósan er líka góð með brauðinu.

(uppskrift frá heimasíðu um mat) 

https://www.fjolmennt.is/is/fraedsla-radgjof/mataruppskriftir-1 - heimasíða með uppskriftum og texta á ensku - ef þörf er á. 


 
Tags mat og oppskrifter
Categories islandsk språk innhold
Visninger: 499