Þorpari - greinar úr Austurlandi

Það var og ...

Eftirfarandi eru greinastúfar sem birtir voru í Austurlandi, blaði Alþýðubandalagsins á Austurlandi, haustið 1986 og fram á vor 1987.
Greinarnar voru undirritaðar "Þorpari " og var aldrei upplýst um hver þessi Þorpari væri.
Það er hér með gert, það var ég sem skrifaði og um það vissu aðeins einn ritstjórnarmeðlimur og svo ritstjóri opg ábyrgðarmaður Austurlands, sem þá var Haraldur Bjarnason.
Ég man þetta vel, það var gaman að skrifa og ekki síður að taka þátt í umræðum og karpi um það sem Þorparinn drap á. Þar lét ég nefnilega ekki mitt eftir liggja og var oftar en ekki mjög ósammála Þorparanum. 
Auðvaitað eru málefni þau sem Þorparinn skrifaði um flest fallin í dá og gleymsku, en samt er þarna eitt og annað sem heldur gildi enn þann dag í dag. 
Þetta var gaman, en öllu gamni fylgir alvara.
Verði ykkur að góðu sem viljið og nennið að lesa.

Kveðja 
Þorparinn, Albert

 


Austurland forside 2.png 

Tags albert torpari
Categories gamlar greinar
Visninger: 50